Dásamleg nautaloka
- Baldur Sverrisson

- 13 minutes ago
- 1 min read
Þessi uppskrift varð til eiginlega alveg óvart. Ég hef verið að kenna matreiðslu í fjarnámi þetta haustið og ég hef alltaf sýnt nemendum mínum dæmi um hvernig þau geta leyst verkefni vikunnar. Þessa vikuna áttu þau að hægelda eitthvað þannig að ég ákvað að hægelda nautakjöt sem ég hafði keypt á afslætti. Svo varð þetta bara það gott að ég þurfti að deila þessu. Þessi loka er engu síðri köld þannig ég ætla að deila bæði hvernig hægt er að gera hana frá grunni og úr afgöngum.
Hráefni
Chimichurri
Ólífuolía 1 dl
Eplasídersedik 2 msk (það má nota líka rauðvíns- og hvítvínsedik)
Fersk steinselja 1 dl
Hvítlaukur 4 geirar
Rautt chili 1 stk
Oregano 1 tsk
Salt 1 tsk
Pipar 1 tsk
Hvítlaukssósa
Grísk jógúrt 2 dl
Hvítlaukur 4 geirar
Ólífuolía 2 msk
Laukduft 1 tsk
Salt, pipar og msg eftir smekk
Kjöt
Afgangar af nautakjöti sem hefur setið á bekknum í 20 mín
eða
Nautakjöt eldað eftir smekk - ég eldaði kjötið í 8 klst í 65°C heitum ofni með rósmarín, timían, hvítlauk og smjöri
Brauð eftir smekk - ég bakaði súrdeigsbrauð
Annað á lokuna
Klettasalat
Dijon sinnep
Salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Eldið kjötið
Útbúið sósurnar og leyfið þeim að standa eins lengi og þið hafið kost á.
Skerið chilið, hvítlaukinn og steinseljuna í chimmichurri smátt og blandið öllu saman.
Merjið hvítlaukinn og blandið saman við restina í hvítlaukssósuna
Smjörsteikið brauðið á pönnu uppúr smjöri (ég notaði pönnuna sem kjötið hafði verið í) eða ristið brauðið.
Búið til loku með öllum hráefnunum og njótið





Comments