top of page

    Gyros

    Writer's picture: Baldur SverrissonBaldur Sverrisson

    Updated: Dec 6, 2023

    Þetta er mögulega uppáhalds maturinn minn. Ég smakkaði þetta fyrst í Grikklandi

    árið 2016 og ég hef verið heltekin af þessu síðan. Þetta er eins og betri útgáfa af

    kebab sem ég elska auðvitað líka. Sósan, kryddin og sérstaklega brauðið er allt

    betra. Þegar ég fékk mér þetta úti fannst mér mun betra að vera með svínakjöt í

    pítunni en þegar ég geri þetta heima finnst mér betra að nota kjúkling. Það má

    auðvitað ekki gleyma að þessi útgáfa er enginn skyndibiti, bæði tekur langan tíma að

    undirbúa þetta og svo er þetta bara merkilega hollt.


    Hráefni

    Marinering

    • Grísk Jógúrt 3 matskeiðar

    • Hvítlaukur 3-5 geirar eftir smekk

    • Hvítvínsedik 1 matskeið

    • Sítrónusafi 3 matskeiðar

    • Ólífuolía 1 matskeið

    • Oreganó 1 ½ matskeið

    • Salt 1 teskeið

    • Svartur pipar eftir smekk

    Aðferð

    1. Byrjið á marineringunni, skerið hvítlaukinn mjög smátt og blandið saman við hin hráefnin og hrærið sama

    2. Bætið bringunum útí. Ég kýs að skera þær í litla bita en það má líka hafa þær heilar

    3. Marinerið í lágmark 2 tíma, því lengur því betur helst 12-24 klst

    4. Takið kjúklinginn úr marineringunni og eldið hann. Það má elda hann á pönnu, grilla, setja í eldfast mót inní ofn eða eins og mér hefur þótt besta að setja á götótta plötu inní ofn með annari plötu undir til að fanga safann. Tíminn fer eftir stærð bitanna og

    5. eldunaraðferð

    6. Setjið kjötið ásamt meðlæti t.d. frönskum, káli, papriku, avókadó lauk og auðvitað tzatziki sósu, í grísku pítuna og njótið.




    Comments


    • Facebook
    bottom of page