top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hægeldað marinerað súpukjöt

Ég ólst upp við það að við fengum alltaf heilan lambaskrokk á hverju hausti og ég hef fengið að taka þátt í að taka þó nokkra skrokka í sundur og það er mjög gaman að sjá hvað lambið nýtist vel t.d. í sláturgerð og svið. Það hefur hinsvegar verið vandamál á mínu heimili að finna eitthvað til að gera við þá bita sem oft eru flokkaðir sem súpukjöt, bitar sem fást engar góðar steikur úr. Þessi uppskrift er hugmynd að einni lausn við því vandamáli. Kjötið verður mjög bragðgott og safaríkt við þessa aðferð. Þegar kjötið er til er ykkur frjálst að gera það sem þið viljið við það, þetta passar á samlokur, með pasta eða öðru.


Hráefni

 • Súpukjör (Þessi uppskrift meðast við 1,5 til 3 kg með beini)

 • Sítrónubörkur og safi úr einni sítrónu

 • Rauðlaukur 1 stk

 • Sojasósa 1 dl

 • Hvítlaukur 4 geirar

 • Hunang 2 msk

 • Sesamfræ 100g

 • Púðursykur 1 msk

 • Eplasíders- eða hvítvínsedik 1 dl

 • Tómatur 2 stk

 • Ferskt engifer 10g

 • Cayanepipar 1 tsk

 • Allrahandakrydd 1 tsk

 • Salt og pipar til að smakka til

Aðfer

 1. Setjið öll hráefnin nema kjötið í blandara og maukið saman. Ef þið eigið ekki nógu stóran blandara er hægt að gera hluta í einu og blanda saman í skál eftirá eða nota töfrasprota

 2. Ég mæli með að gera marineringuna daginn áður og láta kjötið liggja í henni í sólarhring. Það er þó ekki nauðsynlegt.

 3. Setjið kjötið inní ofn á 90°C í 8-10 klst. Ef þið hafið ekki tíma í það má hækka uppì ofninum á 150° og þá ætti kjötið að takka ca 5 klst að verða klárt.

 4. Takið kjötið útúr ofninum og skerið það af beinunum. Berið fram t.d. á steikarsamlokum, með pasta eða með kartöflum.Comments


bottom of page