top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Heimagert rautt pestó

Updated: Dec 6, 2023

Þetta pestó finnst mér ennþá betra daginn eftir en ef það á að borða það samstundis myndi ég minnka hlutfall furuhnetnanna (40-50 gr í staðin) þar sem þær eru heldur frekar fyrst eftir að pestóið er gert. Við notuðum það útá kjúkling með fetaosti í ofni en óskir hafa síðan borist um að eiga þetta inní ísskáp fyrir brauð og kex.


Hráefni


1,5 krukka Sólþurrkaðir tómatar (285 gr krukka) sleppa olíunni

100 gr Parmesan ostur

70 gr Furuhnetur

2 stk Hvítlauksrif

3/4 bolli Ólívuolía

1/2 bolli Olía af sólþurrkuðu tómötunum

1 tsk paprikukrydd

Salt og pipar eftir smekk


Aðferð

  1. Byrjið á því að þurrrista furuhneturnar með paprikukryddi þar til þær brúnast

  2. Setjið öll hráefnin útí blandara, gæti þurft að bæta við meiri olíu setjið þá matskeið í einu þar það nær ákjósanlegri áferð

  3. Njótið





Comments


bottom of page