top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hin fullkomna Bernaise sósa

„Minnir mig á bernaise sósuna sem ég fékk á hótel Borg þegar það var besti veitingastaður á Íslandi.“ „Mér finnst bernaise sósa vanalega ekki góð en þessi finnst mér æðisleg.“ „Maturinn sem ég tengi mest við þig.“ „Uppskriftin sem vantar inn á síðuna þína.“ Þetta er meðal þess sem ég hef fengið að heyra um bernaise sósuna mína sem er kannski sá réttur, fyrir utan ísinn minn, sem hef ég eytt hvað mestum tíma í að fullkomna. Upphaflegu uppskriftina, sem ég miða hvað mest við, fékk ég þegar ég var í grunndeild matvæla en áhrifin koma allstaðar frá t.d. youtube, strikinu og úr ótal mörgum tilraunum. Bernaise sósa er fyrir mér spari réttur og því á að leggja mikla vinnu í hana. Það kryddmagn sem notað er, er ekki hárnákvæmt því fólk hefur mismunandi smekk á því hvaða bragði það er að leita að í bernaise. Mér finnst essensinn og kjötfrafturinn koma með besta bragðið.


Hráefni

fyrir 3-4

 • Smjör 200g

 • Eggjarauður 3 stk

 • Bernaise essens 1-3 tappar

 • Kjötkraftur ½ - 1 tsk (ég nota annað hvort vildt eða okse frá oscar)

 • Estragon eftir smekk( má nota bæði ferskt og þurrkað, þarf minna af fersku)

 • Pipar ca ½ tsk

 • Salt klípa

Aðferð

 1. Bræðið smjörið

 2. Látið heitt vatn renna í vaskinn og setjið tappann í fyllið þannig að vatnið nái upp að tæplega hálfri þeirri skál sem þið ætlið að gera sósuna í, þannig að hægt sé að halla skálinni án þess að eiga á hættu að vatn fari ofan í og ekki svo mikið vatn að skálin fljóti ofan á

 3. Setjið eggjarauður í skálina ásamt 1 tappa af bernaise essence.

 4. Setjið skálina ofan í heitt vatnið og hrærið, við þetta má nota hvers konar rafmagnsþeytara sem þið eigið en ég mæli samt með að ná tilfinningunni með að nota handstyrkinn. Blandan er til þegar hún verður ljós og tekur að þykkna, þetta krefst tillfinningar.

 5. Takið skálina upp úr heitu vatninu og haldið áfram að þeyta í smá stund. Takið því næst smjörið og setjið smá saman út í ( mæli með aðstoðaramanni við þetta verkefni) ef þið náið að hafa litla bunu þá getið þið hrært nánast stanslaust en ég mæli samt með að hætta að hella smjörinu saman við og hræra blönduna örlítið á milli. Særsta vandamálið við bernaise er ef að hún skilur sig!

 6. Þegar smjörið fer að verða búið hægið þið mikið á ykkur, í botninn á smjörskálinni sest hvítur vökvi (mjólkin). Þennan vökva viljum við ekki fá allan útí, þessi vökvi gerir það að verkum að sósan þynnist út. Farið vandlega með hann og notið hann til að stilla af þá þykkt sem þið viljið hafa á sósunni, lítið í einu og ekki allur!

 7. Kryddið til og berið fram

Ath bernaise sósa er allt önnu sósa ef þið hitið hana upp daginn eftir


Comments


bottom of page