top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hrísgrjónaréttur fátæka námsmannsins

Updated: Jan 12, 2019

Þetta er réttur sem varð til þegar ég var í skiptinámi í Búlgaríu. Þar fékk ég alltof sjaldan að elda því það var einungis eitt eldhús sem var ætlað fyrir alla bygginguna þar sem bjuggu rúmlega 100 manns. Þegar tækifæri gafst var því eins gott að gera eitthvað gott sem hægt var að gera mikið af og eiga afganga, þess vegna mæli ég með að margfalda uppskriftina til að eiga nóg af afgöngum. Elísabet stakk uppá þessu nafni á réttinum og mér fannst það eiga svo fullkomlega við að ég gat ekki annað en notað það. Ástæðan fyrir að karrý er notað á tvo mismunandi vegu í réttinum er að þegar það er soðið er sætan dregin fram en þegar það er steikt kemur sterka bragðið meira fram, þannig ekki nota allt karrýið í einu til að spara ykkur vinnuna þið tapið á því í bragði.


Hráefni

  • 100 g hrísgrjón að eigin vali

  • Engifer, ferskt

  • Karrý 1 ½ tsk

  • Hvítlaukur 1 rif

  • Kókosmjólk 500 ml

  • Rækjur 100 g

  • Grænmeti, ég vel það sem er ódýrast í það skiptið

Dæmi um val:

  • Paprika

  • Laukur

  • Vorlaukur

  • Eggaldin

  • Kúrbítur


Aðferð

  1. Hrísgrjónin soðin eftir leiðbeiningum með hálfri teskeið af karrý og smá rifnu engiferi

  2. Setjið olíu á pönnu og restina af karrýinu og brennið smá til að ná bragðinu fram

  3. Setjið laukinn útí og steikið í ca 2 min

  4. Bætið þá útí því grænmeti sem þarf hvað mestan eldunartíma og svo koll af kolli eftir þeim tíma sem það þarf

  5. Þegar að grænmetið er alveg að vera til bætið þá kókosmjólkinni útí og látið malla í 5 mín til að blanda mismunandi bragðtegundum saman

  6. Bætið soðnu hrísgrjónunu útí ásamt rækjunum og saltið eftir smekk


bottom of page