top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Lakkrístoppa-súkkulaðibitakökur

Þessi uppskrift er byggð á Brownie súkkulaðibitakökunum mínum sem eru síðan byggðar sem er síðan byggð á þeirri miklu vinnu sem ég fór í þegar að ég bjó til grunn súkkulaðibitaköku uppskriftina mína.

Hugmyndin í þessari uppskrift er að sjálfsögðu að blanda saman lakkrístoppum og súkkulaðibitakökum og er auðvitað jólauppskriftin í ár, ef þið trúið mér ekki verðið þið einfaldlega að smakka.


Hráefni

  • Siríus rjómasúkkulaði 150g

  • Smjör 150g

  • Egg 1 stk

  • Eggjarauður 2 stk

  • Púðursykur 200g

  • Protenríkt hveiti 80g

  • Köku hveiti 80g

  • Salt 1 tsk

  • Matarsódi 1/2 tsk

  • Lyftiduft 1 tsk

  • · Lakkrískurl 300g

Aðferð

1. Bræðið saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.

2. Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur í 3-4 mínútur eða þar til sykurinn er að mestu leystur upp.

3. Blandið eggja og súkkulaði blöndunum saman.

4. Blandið síðan afgangnum af hráefnunum saman við en passið að hræra ekki of lengi því þá myndast of mikið glúten.

5. Hvílið deigið í 30 - 120 mínútur inní ísskáp. Bæði til þess að það sé auðveldara að mynda kökur úr því og til að auka bragðið. Má geyma yfir nótt fyrir enn betra bragð

6. Hitið ofn að 180°C og blástur.

7. Mótið kúlur úr deiginu ca 1 msk hver

8. Bakið í 11 mínútur eða þar til endarnir verða stökkir en kökurnar eru enn mjúkar í miðjunni.




bottom of page