Síðunni hefur gengið ótrúlega vel síðustu vikur. Það var því augljóst næsta skref að finna fyrirtæki til að fara í samstarf við. Ég sendi fyrirspurn á Kornax þar sem ég hef verið að nota vörurnar frá þeim, Guðríður er til dæmis eingöngu á Kornax rúgmjöli, og þeir voru til í samstarf. Ég mæli með að allir líki við Facebook síðuna þeirra.
Nafnið á uppskriftinni ætti að gefa ykkur ágætis hugmynd um hvað er hér á ferðinni. Þetta er nokkurskonar blanda af brownie og súkkulaðibitaköku. Þ.e. bragðið og mjúka miðjan er eins og í smáköku en endarnir eru eins og súkkulaðibitakökur.
Alltaf þegar að ég geri nýja smáköku uppskrift les ég það sem ég kalla biblíu smákökunar. Það er grein eftir mann sem bakaði fleiri smákökur en við höfum öll gert samanlagt til þess að finna út hvaða áhrif hvert einasta áhrif hefur. Þetta er tildæmis ástæðan fyrir að ég nota Blátt Kornax hveiti, sem jafnan er brauðhveiti og eggjarauður, því bæði stuðlar að þeirri smáköku sem ég vil.
Hráefni
Suðusúkkulaði 200g
Smjör 150g
Egg 1 stk
Eggjarauður 2 stk
Púðursykur 150g
Sykur 50g
Blátt Kornax hveiti 70g
Rautt Kornax hveiti 70g
Kakó 20g
Salt 1 tsk
Matarsódi 1/2 tsk
Lyftiduft 1 tsk
Hvítt súkkulaði 150g
Aðferð
Bræðið saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
Þeytið saman egg, eggjarauður og sykur í 3-4 mínútur eða þar til sykurinn er að mestu leystur upp.
Blandið eggja og súkkulaði blöndunum saman.
Blandið síðan afgangnum af hráefnunum saman við en passið að hræra ekki of lengi því þá myndast of mikið glúten.
Hvílið deigið í 30 - 120 mínútur inní ísskáp. Bæði til þess að það sé auðveldara að mynda kökur úr því og til að auka bragðið.
Hitið ofn að 180°C og blástur.
Mótið kúlur úr deiginu ca 1-2 matskeið hver.
Bakið í 10 mínútur eða þar til endarnir verða stökkir en kökurnar eru enn mjúkar í miðjunni.

Comments