top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Pikklaðar, grillaðar Paprikur úr nýju uppáhaldsbókinni minni

Updated: Aug 2

Laga mat från grunden med systrana Eisenman er sænsk matreiðlsubók. Eins og nafnið gefur til kynna má þar finna allskonar uppskriftir af hlutum gerðum frá grunni. Þar má meðal annars finna gosdrykki, osta, matarliti, hlaup og líkjöra. Ein af þessum uppskriftum er sú sem ég deili hér með ykkur í dag en hún er ein fjölmargra úr bókinni sem ég hef prófað á þeim stutta tíma síðan ég eignaðist hana. Paprikurnar passa meðal annars vel á samlokur, með steik og í bakstur.


Hráefni

  • Paprikur 6 stk mæli með að blanda saman litum bæði uppá bragð og útlit

  • Hvítlauksgeiri

  • Timían 1 tsk má vera þurrkað en betra ferkst

  • Edik 1 dl

  • Sykur 2 dl

  • Vatn 3 dl

Aðferð

  1. Skerið paprikurnar til helminga langsum og fjarlægið kjarnann

  2. Leggið paprikurnar með skurðinn niður á bökunnarplötu og setjið inní 250°c heitan ofn í 20-25 mínútur eða þar til paprikurnar eru orðnar svartar

  3. Setjið paprikrunar beint í plastpoka og lokið fyrir og látið þær kólna örlítið

  4. Þegar þær hafa kólnað örlítið ætti að vera auðvelt að ná ysta laginu af þeim. Skerið þær síðan og setjið í soðna krukku ásamt hvítlauk og timían

  5. Hitið restina af hráefnunum saman og hellið í krukkuna

  6. Geymið í lágmark í viku fyrir fyrstu notkun á dimmum stað.



Comments


bottom of page