top of page
  • Elísabet Jónsdóttir

Pizzasósa


Mér finnst alltaf skemmtilegt að gera mat beint frá grunni. Ég vil vita hvað er í matnum mínum og vil reyna að sneiða eins og ég get frá aukaefnum. Pizzasósa er sósa sem ég nota ekki aðeins á pizzu heldur einnig ef ég geri grillaða samloku eða steiki mér grænmetisbuff og fleira. Ég vildi því prófa og sjá hvort ég gæti ekki hent í einfalda og góða pizzusósu uppskrift. Ég hefekki ennþá prófað að gera niðursoðna tómata þó það muni koma að því. Þessi uppskrift dugar fyrir u.þ.b 4-5 pizzur.


Hráefni


Niðursoðnir tómatar 400g (1 dós)

Fersk basilika 12g

Salt klípa

Sólþurrkaðir tómatar 2msk

Laukur 1/3

Oreganó 1 tsk (má sleppa)

Ferskt Chilli 1/2 stykki (má sleppa)


Aðferð


  1. Steikið laukinn á pönnu (eða potti ef vill) með olíu þar til hann verður mjúkur

  2. Bætið sólþurrkuðu tómutunum útí með lauknum og mýkið. Setjið chilli-ið útí, fræhreinsað.

  3. Bætið niðursoðnu tómötunum útí og látið suðuna koma upp. Látið malla í 5-10 mín og bætið oregano og salti á meðan og smakkið til. Fjarlægið chilli-ið þegar sósan þykir hæfilega sterk.

  4. Setjið sósuna í blandara eða notið töfrasprota (látið þá kólna aðeins fyrst) eða notið töfrasprota til að ná mjúkri áferð.



bottom of page