top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Spagetti squash með rækjum

Updated: Jan 14, 2019

Spagetti Squash er stórkostlegt grænmeti. Þetta er náskyldur ættingi graskers en í stað þess að vera notað til að skera út fígúrur fyrir hrekkjavökur í staðinn hefur spagetti squash þann eiginleika að ef það er eldað þá verður innihaldið líkt og spagetti. Við höfum séð þetta notað í staðinn fyrir pasta og núðlur í allskonar rétti, en þetta er okkar uppáhalds. Spagetti squash er eitthvað sem margir eru hræddir við að prófaen þetta hefur slegið í gegn á heimili Elísabetar. Þetta er sniðugur valkostur fyrir þá sem þola illa hveiti eða vilja minnka kolvetnaneyslu. Þegar squashið er opnað er óhætt að segja að lyktin sé heldur slæm og mætti álykta að grænmetið væri skemmt en það er það þó ekki. En engar áhyggjur þessi lykt er af fræjunum sem eru tekin úr áður en squashið er eldað. Sé svartur blettur innan í squashinu má einnig skera hann í burtu, það hefur ekki áhrif á bragðið af óskemmda hlutanum. Spagetti Squash er ekki algengt í búðum á Íslandi en það er þó oftast til í Nettó, allavegana hér á Akureyri.

Líkt og í kókosrækjuréttinum má vel blanda saman kokteilrækjum og risarækjum bæði til að drýgja réttinn og fá skemmtilegra bragð.


Hráefni

fyrir 2-3

  • Squash 1 meðalstórt

  • Risarækjur 500 g (má líka nota kokteilrækjur t.d. 50/50)

  • Hvítlauksrif amk 4

  • Chilli eftir smekk

  • Kirsuberjatómatar 1 dolla (má líka bæta 1 stórum tómat smátt skornum útí ef auka á tómatabragð)

  • Sólþurrkaðir tómatar 5-7

  • Spínat ca. 100 g

  • Paprika 1

Aðferð

  1. Squash hitað í örbylgjuofni í 5 mínútur

  2. Squashið er síðan skorið í tvennt eftir langhliðinni og fræin skafin vandlega innanúr

  3. Penslið olíu á ásamt salti og pipar og bakið með opnu hliðina niður í 200°c í 25 mín eða þar til squashið fellur í sundur þegar gaffal er rennt í gegnum það

  4. Á meðan squashið er í ofninum eru restin af hráefnunum(fyrir utan spínat) skorin niður og sett á pönnu ásamt rækjunum og steikt þar til rækjurnar eru til og þá er spínatinu bætt útí

  5. Skafið pastað innan úr spashinu og berið fram með rækjunum



bottom of page