top of page
  • Elísabet Jónsdóttir

Stökkar kartöfluskífur með osti


Það er borðað mikið af kartöflum á heimilum okkar beggja enda er hægt að gera ótrúlega margt við þær. Mér finnst þær bestar þegar þær eru stökkkar og kryddaðar aðeins til. Ég sagði Baldri einhverntíman frá því að túrmerik væri talið bólgueyðandi, síðan þá hefur hann fengið æði fyrir því. Það er milt krydd sem gefur skemmtilegan lit og við notum það því mikið. Þessi uppskrift kom því til að við vorum að reyna að koma smá túrmeriki í matinn okkar og að reyna að ná fram stökkum og góðum kartöflum. Úr varð einfaldur og góður kartöfluréttur. Uppskriftin er fyrir ca 5 manns.


Hráefni


  • Kartöflur 1 kg

  • Túrmerik 4 tsk

  • Paprikukrydd 5 tsk

  • Ostur (við notum helst camenbert eða annan hvítmygluost) 1/2 stk

  • Salt og pipar

  • Olía

Aðferð


  • Skerið kartöflurnar niður í þunnar sneiðar

  • Veltið kartöfluskífunum uppúr smá olíu og kryddunum

  • Setjið inní ofn við 180° og hrærið reglulega svo skífurnar brúnist jafnt. Gott er að setja nokkrar smjörklípur með. Tekur um það bil klukkutíma að bakast.

  • Þegar um það bil 10 mín eru eftir af eldunartímanum stráið ostabitum yfir og hrærið saman við. Notast má einnig við heimilost og raspa hann þá yfir.

  • Setjið á grill á ofninum seinustu 5 mín til að ná vel brúnuðu




bottom of page