top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Suður-Amerískt Ceviche

Updated: Dec 6, 2023

Einn af þekktustu réttum Ekvador og Perú er líklegast ceviche. Það má oft sjá allskyns skemmtilegar útgáfur af því á veitingastöðum hér í Evrópu og á bloggum. Ég elska ceviche, það er svo ferskt og létt og einfalt að gera. Sýran frá limeinu eldar fiskinn svo þetta er ekki sama áferð og af hráum fisk. Þetta er hinn fullkomni forréttur. Það sem er áhugavert við ceviche er að það er öðruvísi í Perú heldur en í Ekvador. Eftir að hafa ferðast um í báðum löndum höfum við komist að þeirri niðurstöðu að best sé að blanda uppskriftunum og aðferðunum saman og auðvitað aðlaga þær aðeins en til dæmis eru ekki til þær límónur sem til eru í suður-Ameríku hér á Íslandi. Með ceviche er oft haft til hliðar og borðað með sæt kartöfla í Perú ásamt hvítum maís og í Ekvador er borðað svo kallað chifles sem eru plantain flögur. Við elskum að borða chifles með og ef þið finnið þær á Íslandi megið þið endilega láta okkur vita (við fluttum með okkur í ferðatöskunum) annars ættu lét saltaðar kartöfluflögur að eiga vel með einnig.


Uppskrift (miðast sem forréttur fyrir 6)


  • 400 Gr Þorskhnakkar eða annar góður hvítur fiskur

  • 1 stk rauðlaukur

  • 1/2 stk ferskt chilli

  • 5-7 stk lime ( fer eftir stærð)

  • 1/2 paprika (má sleppa)

  • 1/2 dl kóríander (má sleppa)


Aðferð


  1. Byrjið á því að skera fiskinn í teninga og setjið í ískalt vatn með 1 tsk af salti.

  2. Saxið laukinn og paprikuna þunnt og smátt og setjið í ískalt vatn með 1/2 tsk salti.

  3. Skolið fiskinn vel og setjið í skál.

  4. Kreistið lime yfir þar til vökvinn er orðinn nægur svo hann fljóti yfir fiskinn.

  5. Skolið laukinn og bætið honum útí með fisknum ásamt paprikunni.

  6. Látið standa inní ísskáp í 30-60 mínútur.

  7. Smakkið til og saltið eftir smekk. Hellið síðan safanum af.

  8. Berið fram með kartöflu eða plantain flögum og njótið.


bottom of page