top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Svepparisotto

Risotto er í miklu uppáhaldi hjá okkur Elísabetu. Við höfum verið að prófa okkur áfram með ýmis tilbrigði en hið klassíska sveppa risotto er ennþá það besta sem við höfum fengið. Risotto er matur sem maður getur ekki gert með vinstri því það þarf að standa yfir pottinum allan tíman og hræra reglulega. Við gerum risotto sem spari mat og þá til dæmis þegar við erum að fá vini okkar í mat, flestir sem við þekkjum eru ekki hrifnir af risotto einu og sér og höfum við því vanið okkur á að bera fram kjúkkling með þessu risotto sem á mjög vel með. Mér finnst risotto þó alveg standa fyrir sínu eitt og sér. Kjúklingurinn sem er með á þessari mynd er marineraður í grískri jógúrt, túrmerik, arabískar nætur, salti og pipar.


Hráefni

 • Sveppir ca 800g (ég mæli með að nota bland t.d. kastaníusveppi, portobello og klassíska)

 • Heitt vatn 6 bollar

 • Þurrkaðir villisveppir 100g

 • Kjúklinga- eða grænmetisteningur

 • Hvítvín 1 bolli (við notum vanalega riesling þar sem við viljum drekka rest með og finnst það besta þrúgan)

 • Skalotlaukur 3 stk

 • Arborio hrísgrjón 1 ½ bolli

 • Parmesan ostur ½ bolli rifinn + aukalega til að bera fram með

 • Salt og pipar til að smakka til

Aðferð

 1. Skerið fersku sveppina og steikið uppúr smjöri og piprið. Setjið sveppina síðan í skál og geymið

 2. Setjið 1 bolla af heitu vatni yfir þurrkuðu sveppina. Setjið síðan restina af vatninu í pott ásamt teningunum og haldið heitu á lágum hita

 3. Skerið laukinn smátt og steikið uppúr olíu í potti. Bætið síðan hrísgrjónunum í pottinn og þekjið með olíu og steikið í 1 mínútu

 4. Bætið hvítvínínu útí og sjóðið niður þar til mesti vökvinn er horfinn

 5. Takið síðan sveppina upúr vatninu og notið það vatn útí pottinn með hrísgrjónunum, skerið sveppina og geymið með hinum sveppunum

 6. Endurtakið síðan leikinn með grænmetis/kjúklinga soðinu. Bætið við ½ bolla í einu og hrærið stöðugt þar til mestur vökvinn er horfinn.

 7. Takið af hitanum og hrærið parmesan ostinum saman við. Smakkið til með salti og pipar


Comments


bottom of page