Tzatziki sósa er grísk jógúrtsósa, afskaplega góð og fersk. Hún passar með all flestu en þá helst fisk og kjúkling. En mér finnst hún þó best með einum uppáhalds matnum mínum Gyros. Þetta er ekki flókin sósa og því auðvelt að grípa í hana hvenær sem er.
Hráefni
Gúrka 1 stór
Grísk Jógúrt 1 ¼ bolli
Sítrónusafi 1 matskeið
Ólífuolía 1 matskeið
Hvítlaukur 1 geiri
Salt 1 tsk
Svartur pipar eftir smekk
Aðferð
Skerið gúrkuna í tvennt og takið kjarnann innanúr, rífið hana síðan niður með rifjárni ( úr því á að koma ½ - 1/3 bolli)
Setjið gúrkuna í hreint viskastykki og kreistið vökvan úr þar til hann er mest til hættur að renna
Bætið hinum hráefnunum saman við gúrkurnar
Látið taka sig í lágmark 20 mínútur helst lengur

Comments