top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Einföld jógúrtsósa sem passar með öllu

Updated: Dec 6, 2023


Íslendingar borða fátt án sósu en nenna ekki alltaf að gera heita sósu með matnum. Þar sem við eigum yfirleitt sýrðan rjóma eða gríska jógúrt inní ísskáp finnst mér því ótrúlega hentugt að henda í svoleiðis með matnum, þá sérstaklega ef það er fiskur í matinn. Ég hef prófað mig áfram með mismunandi útgáfur en grunnurinn er alltaf sá sami.


Hráefni


  • 250 gr grísk jógúrt eða sýrður rjómi (við notum mikið jógúrtina frá bio bú sem er laktósafrí)

  • 2-3 hvítlauksrif

  • 1 tsk steinselja (þurrkuð eða fersk)

  • salt eftir smekk


Hugmyndir af afbrigðum sósunnar:

  • Það er líka ótrúlega gott að stappa avakadó saman við (þá er gott að minnka aðeins grunnuppskriftina)

  • Raspa engifer útí (0,5 cm ca) og/eða set dass af hunangi saman við

  • stappið piparostarúllu frá ostahúsinu saman við hreina gríska jógúrt


Aðferð


  1. Kremjið hvítlaukinn útí og hrærið allt saman



bottom of page