top of page
    • Writer's pictureBaldur Sverrisson

    Drauma-Brownies

    Draumakaka (sjónvarpskaka) + brownie, þarf ég að selja þetta eitthvað frekar?


    Hráefni

    Kakan

    • Smjör 200 g

    • Suðusúkkulaði 225 g

    • Egg 3

    • Púðursykur 125g

    • Sykur 100g

    • Hveiti 80g

    • Lyftiduft 1 tsk

    Karamellan

    • 250g smjör

    • 250g púðursykur

    • 200g kókosmjöl

    • ½ dl rjómi


    Aðferð

    1. Bræðið saman súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði

    2. Þeytið saman eggjunum og sykrinum þar til blanda verður létt og ljós, ca 7 mínútur.

    3. Blandið súkkulaði blöndunni útí eggja- sykurblönduna ásamt þurrefnunum

    4. Setjið í from ca 20x30 cm og inní 180°c heitan ofn í 30 mínútur

    5. Útbúið karamelluna meðan kakan er í ofninum, blandið öllu saman í pott og hitið og hrærið þar til karamella verður til

    6. Takið kökuna út og smyrjið kókoskaramellunni varlega yfir, setjið síðan kökuna atur inn í ofn í aðrar 20 mínútur



    Comments


    bottom of page