top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigs paprikubrauð

Updated: Mar 11, 2021

Þetta er sú súrdeigsuppskrift sem hefur notið hve mestrar hylli hjá mér. Foreldrum mínum þótti það svo gott að mamma ættleiddi súrinn minn þegar við fluttum til Svíþjóðar og varð hluti af súrdeigssamfélaginu. Paprikurnar og saltið gefa brauðinu einstakt bragð sem nánast ómögulegt er að fá með öðrum hráefnum


Hráefni

 • Próteinríkt hveiti 700g

 • Heilhveiti 300g

 • Vatn 750g

 • Súr 200g

 • Pikklaðar paprikur 200g

 • Salt 20g

 • Flögusalt

Aðferð

 1. Blandið saman hveiti, heilhveiti og vatni og látið standa í ca 40 mínútur

 2. Bætið saman við restinni af hráefnunum, blandið samanog látið standa í 30 mínútur

 3. Gerið síðan stretch and fold á hálftíma fresti 4 sinnum í ca 30 sekúndur í senn

 4. Látið brauðið hefast uppá bekk í 4 klst eða inní ísskáp yfir nótt

 5. Skiptið deiginu í tvennt og mótið brauð

 6. Setjið í skál eða hefunarkörfu og látið hefast í 4 klst eða yfir nótt

 7. Pennslið brauðið með vatni og stráið yfir það vel af flögusalti, skerið síðan í það

 8. Bakið brauðið við 230°c í potti, fyrst með lokið á í 25 mínútur og síðan án þess í 20 mínúturbottom of page