- Elísabet Jónsdóttir
Alfajores
Updated: Apr 4, 2020
Þessum smákökum kynntist ég fyrst í Ekvador. Ég er ekki mikill sætindagrís en vá mig dreymdi drauma um þessar eftir að ég kom heim. Þeir sem hafa heimsótt Suður-Ameríku ættu að kannast við þær enda mjög vinsælar. Þær eru oft seldar stærri þar en við erum mun hrifnari af þessari munnbitastærð, einnig er hægt að rúlla hliðunum uppúr kókos sem auðvitað gerir allt betra. Uppskriftin er smá dúllerrí en það er svo þess virði og það koma líka ansi margar smákökur úr einni uppskrift.
Hráefni
2/3 bolli smjör
3/4 bolli sykur
3 eggjarauður
1 tsk vannilludropar
1/4 bolli mjólk
1 eggjahvíta
Rasp af einu lime
2 1/4 bolli maísmjöl
1 2/3 bolli hveiti
Aðferð
Þeytið saman smjör og sykur
Þeytið áfram og bætið við fyrst eggjarauðum svo vannilludropum, mjólk, limeraspi og að lokum eggjahvítunni og þeytið að lokum í eina mínútu þar til allt er komið saman. Blandið þá þurrefnunum saman við með sleikju þar til deigið kemur saman
Leyfið deiginu að hvílast í skálinu í 20-30 mínútur
Fletjið deigið út á hveitibornum bekk í ca 2mm þykkt
Notið skotglös til að skera út kökurnar og setjið á bökunarplötu, það má leggja kökurnar þétt því þær dreifa sér ekkert. Bakið þær í 8-10 mínútur í miðjumm ofni á 200°C og blæstri
Leyfið kökunum að kólna áður en þið smyrjið þær með dulche de leche og búið til samlokur
