top of page
Writer's pictureBaldur Sverrisson

Sykurlaust bananabrauð

Updated: Aug 29

Þetta bananabrauð hefur lengi verið ein af vinsælli uppskritum á blogginu. Ef þið eruð að koma í 10. skiptið verið velkomin aftur og ef að þetta er 1. skiptið þá býð ég ykkur líka velkomin


Hráefni

  • 2-3 Bananar, vel þroskaðir

  • 1 bolli Hveitiblanda eða mjöl að eigin vali, t.d. spelt, heilhveiti eða möndlumjöl

  • 1,5 bolli Haframjöl

  • 1 tsk vanilludropar

  • Salt af hnífsoddi

  • 1 tsk Lyftiduft

  • 1 stk Egg

  • Grísk jógúrt eða mjólk eftir þörfum

  • 1 lúka (ca 2/3 bolli) Döðlur

Aðferð

1. Leggið döðlurnar í bleiti í volgt vatn og skerið þær síðan niður

2. Stappið bananana

3.Blandið öllu saman nema döðlum og jógúrt/mjólk

4. Setjið döðlurnar útí

5. Bætið síðan jógúrt eða mjólk útí þar til deigið er þykkt án þess að vera þurrt

6. Hellið í mót og bakið við 180°c í 15+ mínútur eða þar til prjón sem stungið er í brauðið og kemur hreinn út



Comments


bottom of page