top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Dásamlegt döðlugott

Updated: Jul 23, 2020

Maður heyrir mikið í vinum sínum yfir símann þessa dagana, þegar maður má ekki hitta þá. Það er þá sérstaklega slæmt þegar vinir manns eru með eitthvað girnilegt í boði á hinum enda línunar sem að maður má ekki fá. Þannig gerðist það að ég byrjaði að gera döðlugott, og nú get ég ekki hætt. Ég er ekki að segja að ég hafi gert döðlugott til að vera vondur við vini mína á hinum enda línunnar heldur var það öfugt. Ég hef verið að spila leik í gegnum netið við þau og þau virðast alltaf vera að gera döðlugott. Það var því eftir nokkur skipti að ég stóðst þetta ekki lengur og hef ég núna gert nokkrar tilraunir með döðlugott, uppskriftin sem hér fylgir er sú besta.


Hráefni


 • Döðlur 500g

 • Púðursykur 100g

 • Smjör 240g

 • Rice Crispies 150g

 • Salt 1 tsk

 • Súkkulaðihjúpað lakkrískurl 300g

 • Rjómasúkkulaði 200g

 • Suðusúkkulaði 200g


Aðferð


 1. Skerið döðlurnar gróft og setjið í pott ásamt púðursykri og smjöri. Hitið á miðlungshita þar til smjörið er bráðið og döðlu-sykur blandan er orðin líkt og þykk karamella í áferð.

 2. Takið þá af hitanum og blandið öllu saman nema rjóma- og suðusúkkulaði.

 3. Setjið blönduna í form og geymið í frysti meðan þið bræðið súkkulaðið.

 4. Bræðið súkkulaðið yfir vatnbaði, Þetta getið þið gert á tvo vegu. Annaðhvort allt saman eða í sitthvoru lagi. Það munar nánast engu á bragðinu en gottið verður fallegra ef seinni aðferðin er notuð. Hin er þó lögleg líka.

 5. Hellið súkkulaðinu yfir blönduna og setjið í frysti í ca 30 mín. Takið það þá út og skerið í munnbita og berið fram eða geymið áfram í frysti.bottom of page