top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Döðlumauks - Súrdeigsbrauð

Þetta er brauð sem varð til alveg óvart. Ég hafði fengið beiðni um döðlubrauð og ætlaði að passa uppá að döðlurnar myndu ekki draga vökva úr brauðinu, einhver blanda af stærð daðlana, hit vatnsins og tímanum sem þær voru í vatninu gerði það að verkum að þær urðu að mauki. Ég bakaði brauðið að sjálfsögðu og úr varð þetta dýrindis brauð sem er betra en nokkuð döðlubrauð sem ég hef fengið.

Ef þið lesið súrdeigsuppskriftir eftir mig getið þið séð að aðferðin mín tekur alltaf einhverjum breytingum og ég er hægt og rólega að bæta við vatnshlutfall brauðanna. Ég ætla ekki að fara til baka og laga þær uppskriftir sem ég hef áður gert því þær aðferðir eru ennþá mjög góðar og gefa öðrum tækifæri til að læra. Ég mæli líka með að allir sem treysta sér bæti vatnshlutfallið í sínum brauðum, það gerir þau loftmeiri og mýkri. Fyrir byrjendur myndi ég mæla með að minnka vatnið í þessari uppskrift þannig að heildarmagn þess sé ca 700g.

Hráefni

  • Próteinríkt hveiti 700g

  • Heilhveiti 300g

  • Vatn 750g

  • Súr 200g

  • Döðlur 200g

  • Sjóðandi vatn 200g

  • Salt 20g

Aðferð

  1. Blandið saman mjölinu og vatni og látið standa í skál í 40 mínútur

  2. Hellið heitu vatni yfir döðlurnar í skál og setjið lok á, látið standa í minnst 5 mínútur.

  3. Setjið döðlurnar ásamt vatni í blandara og blandið

  4. Bætið öllum hráefnunum útí mjölblöndna og blandið vel saman

  5. Látið standa í 30 mínútur og gerið síðan strech and fold. Endurtakið síðan 3 á 30 mínútna fresti

  6. Leyfið deiginu að hefast í 4 klst uppá bekk eða yfir nótt inní ísskáp

  7. Skiptið deiginu í tvennt og mótið brauð úr hvorum hluta, leggið síðan í skál með viskastykki þar sem sárið á brauðinu snýr upp

  8. Látið hefast í 4 klst eða yfir nótt í ísskáp

  9. Bakið við 230°c og blástur í 45 mínútur. Ég baka í steypujárnspotti og hef hann funheitan þegar að ég byrja og baka brauðið í 25 mínútur með lokið á og 20 án

  10. Látið brauðið kólna í minnst 2 klst áður en þið skerið það



bottom of page