top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Glæsileg þriggja hæða súkkulaðimús (vegan)

Það verður síalgengara í dag að fólk sé með allskyns óþol eða fylgi ákveðnum mataræðum. Það getur verið krefjandi að þurfa að hugsa uppskriftirnar sínar uppá nýtt til að aðlaga þær þörfum allra en oft verður til eitthvað ótrúlega bragðgott sem allir geta notið. Þessi súkkulaðimús er dæmi um það, frábær og hentar þeim sem eru vegan, með mjólkuróþol og auðvitað hentar hún öllum sem elska súkkulaðimús. Þessi uppskrift varð t.d. til eitt kvöldið þegar mamma hafði beðið mig um að græja eftirrétt í matarboð. Fyrir þá sem ekki vita hvað aquafaba er, er það safinn sem kemur frá kjúklingabaunum í dós. Hljómar illa en það er svo sannarlega ekkert baunabragð af safanum og verður hann líkastur eggjahvítum í áferð þegar hann er þeyttur og er líka tilvalinn í marengsgerð. Þetta er því líka prýðisleið til að nýta safa sem annars færi til spillis þegar verið er að gera t.d hummus.


Hráefni


Dugar í 7 glös


Dökk súkkulaðimús neðsta lag

  • 70% vegan súkkulaði

  • Kókosmjólk úr dós 1 bolli

  • Kókosolía

  • Salt klípa

  • Mjúkar döðlur 4 stk

  • Púðursykur 2 msk

Hinberjamús miðjulag

  • Aquafaba 1 dl

  • Frosin hinber 150g

  • Sjávarsalt ½ tsk

Ljós súkkulaðimús efsta lag

  • Hrísgrjónasúkkulaði 100g

  • Kókosmjólk sykurlaus 3 msk

  • Aquafaba 1 dl

  • Púðursykur 2 msk


Aðferð

Dökka músin

  1. Bræðið súkkulaðið ásamt helmingnum af kókosmjólkinni yfir heitu vatnsbaði

  2. Takið af hitanum og hrærið restinni af kókosmjólkinni saman við

  3. Setjið blönduna ásamt restinni af hráefnunum í blandara og blandið saman

  4. Skiptið jafn á milli þeirra íláta sem þið ætlið að hafa músina í eða setjið í eina stóra skál ef það á að bera það fram þannig.

  5. Látið stífna inní ísskáp í lágmark 20 mínútur, helst lengur.

Hindberjamúsin

  1. Þeytið aquafaba þar til blandan verður létt og loftmikil

  2. Setjið hindberin í blandara og mixið

  3. Bætið útí aquafaba vökvann á meðan hrærivélin er enn í gangi ásamt salti

  4. Setjið ofaná dökku músina og inní ísskáp

Ljósa músin

  1. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði ásamt kókosmjólk

  2. Þeytið aquafaba ásamt púðursykri þar til blandan verður loftmikil

  3. Blandið súkkulaðinu varlega saman við með sleif

  4. Setjið ofaná hin lögin og leyfið að taka sig í lágmark hálftíma




bottom of page