top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Hjónabandssæla í nútímabúning

Við vorum í Bandaríkjunum yfir Þakkagjörðarhátíðina að heimsækja vinafólk og ég var beðinn um að sjá um eftirrétt. Mér fannst það vera mikið ábyrgðarhlutverk þannig ég lá lengi yfir því hvað ég ætti að gera. Ég ákvað að gera nútíma útgáfu af hjónabandssælu og bera hana fram heita með ís. Einn gestur í matarboðinu hafði tekið með kirsuberjaköku því hann hafði áhyggjur af því að hann fengi ekki nógu góðan eftirrétt, hann fékk sér tvisvar af minni köku en bara eina af kirsuberjaköku. Það má því segja að hún hafi farið vel niður. Eplin gefa ekki frá sér neitt bragð heldur eru þau fyrir áferðina.


Hráefni

  • Spelt 260g (má nota venjulegt hveiti)

  • Haframjöl 200g

  • Smjör 200g

  • Púðursykur 200g

  • Matarsódi 2 tsk

  • Græn epli 1,5 stk

  • Kanill 1/8 tsk

  • Múskat 1/8 tsk

  • Negull 1/8 tsk

  • Salt 1 tsk

  • Jarðaberjasulta 1 krukka ca 100g

  • Rabbabarasulta 1 krukka ca 100g

Aðferð

  1. Raspið eplin og notið hrærara til að blanda saman við allt nema sultuna þar til deig myndast

  2. Þrýstið 3/4 af deiginu niður í form ca 30cm hringlaga. Látið deigið ná upp eftir hliðunum

  3. Hellið sultunni ofan á deigið í forminu og setjið restina af deiginu ofaná sultuna með því munstri sem þið kjósið. Auðveldast er að mylja það yfir.

  4. Setjið inní 180°C heitan ofn í 25 mínútur

  5. Berið fram annaðhvort heitt með ís eða kælt fyrir kaffitímanum






bottom of page