top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Red Velvet kaka

Updated: Jan 28, 2021

Þessi kaka lítur alltaf svo vel út á öllum myndum, og myndi líka prýða sig vel á kökuborðinu hjá ykkur. Það eru hinsvegar ekki rökin fyrir að gera þessa köku. Þessi kaka er fersk og mjúk, nokkurskonar blanda milli skúffuköku og ostaköku. Þessi kaka lítur líka út fyrir að vera miklu flóknari en hún er.



Hráefni

  • Smjör 120g

  • Sykur 150g

  • Púðursykur 50g

  • Egg 2 stk

  • Matarolía 3/4 dl

  • Rauður matarlitur 2 msk

  • Vanilludropar 1 msk

  • Eplaedik 1 msk

  • Súrmjólk 250g

  • Rautt Kornax hveiti 350g

  • Kakó 15g

  • Salt 1 tsk

  • Matarsódi 1 tsk

Krem

  • Rjómaostur 400g

  • Smjör 120g

  • Flórsykur 300g

  • Vanilludropar 4 tsk

  • Salt klípa

  • Limesafi 1 tsk

Aðferð

  1. Hafið smjörið við stofuhita og þeytið það saman við sykur og púðursykur þar til blandan verður létt og ljós

  2. Blandið síðan eggjunum saman við einu í einu og þeytið vel á milli

  3. Blandið þar næst öllum blautu hráefnunum saman við og hrærið vel

  4. Bætið síðan þurrefnunum saman við og hrærið vel, ef kakan er ekki nógu falleg á litinn bætið þá við meiri matarlit

  5. Skiptið kökunni í tvö jafnstór form og bakið við 180°C í 30 mínútur

  6. Á meðan kakan kólnar að stofuhita græið þá kremið með að þeyta allt saman í skál og smakka til með vanilludropum, salti og limesafa

  7. Setjið annan botninn á kökudisk og skerið toppinn af þannig að hún sé slétt. Dreifið þá kremi á þann botn og leggið síðan seinni botninn ofaná og setjið restina af kreminu á kökuna.



bottom of page