top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Risa-smákaka í steypujárnspönnu

Updated: May 21, 2020

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum að risa súkkulaðibitakökur í steypujárnspönnum eru í tísku einmitt núna. Það kom því ekki annað til greina en að ég myndi gera mína útgáfu. Ég hef nýlega eignast steypujárnspönnu og ég get einfaldlega ekki hætt að nota hana, svo góð er hún. Ef þið hinsvegar eigið ekki steypujárnspönnu væri hægt að gera einhverjar tilraunir með venjulegt bökunarform sem búið er að hita, endilega látið mig vita af slíkum tilraunum og hvernig þær heppnast

Hráefni

  • Smjör við stofuhita 250g

  • Púðursykur 2dl

  • Egg 1 tsk

  • Eggjarauður 2 stk

  • Lyftiduft 1 tsk

  • Matarsódi 1 tsk

  • Hveiti 5 dl

  • Haframjöl 1dl

  • Suðusúkkulaði 100g

  • Rjómasúkkulaði 150g

  • Dumle 1 poki

Aðferð

  1. Þeytið saman smjör og sykur þar til blandan verður létt og ljós.

  2. Bætið egginu og eggjarauðunum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.

  3. Blandið öllum þurrefnunum saman við og hrærið þar til allt er blandað saman.

  4. Skerið niður súkkulaðið, ég mæli með að hafa karamellurnar í heilu lagi, og blandið vandlega saman við.

  5. Ég mæli eindreigið með að setja deigið síðan inní ísskáp í 1-2 sólarhringa, jafnvel nokkrir klukkutímar myndu gera helling fyrir bragðið af kökunni ykkar, en það má sleppa þessu skrefi.

  6. Bræðið smjör á steypujárnspönnunni og húðið hana alla að innan með því.

  7. Setjið deigið í pönnuna og dreifið jafnt úr því og setjið inní ofn á 180°c í 30-35 mínútur

  8. Berið kökuna fram heita með ís eða rjóma



bottom of page