top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigbrauð með súkkulaði og döðlum

Updated: Mar 18, 2021

Ég hef lengi viljað gera súrdeigsbrauð með súkkulaði án þess þó að gera það að sætabrauði. Þessi uppskrift nær því. Brauðið er best með smjöri en bananar og epli eiga líka vel með. Ég er með rúgmjölssúr en fyrir þetta brauð bjó ég til hliðarsúr úr próteinríku hveiti


Hráefni

  • Próteinríkt hveiti 1000g

  • Vatn 900g

  • Súr 200g

  • Salt 20g

  • Dökkt súkkulaði 100g

  • Döðlur 100 g

Aðferð

  1. Blandið saman hveiti og vatni og látið standa í 40 mínútur

  2. Leggið döðlirnar í bleyti

  3. Skerið súkkulaðið og döðlurnar og blandið saman við ásamt súrnum og salti

  4. Látið standa í 30 mínútur og gerið strech and fold og endurtakið á hálftíma fresti þrisvar í viðbót

  5. Látið hefast í 4 klst eða yfir nótt í ísskáp

  6. Mótið brauð og setjið í skál og látið hefast í aðrar 4 klst

  7. Setjið í 230°c heitan ofn í pott með. Fyrst í 25 mínútur með lokið á og svo 20 aðrar án loks







bottom of page