top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigs-Brioche Hamborgarabrauð

Updated: Mar 19, 2020

Hamborgarar eru mögulega vinsælasti matur í heimi. Samt virðumst við oftast grípa í hamborgara sem eitthvað leti dæmi. Kaupup frekar léleg hamborgarabrauð og setjum á það vatnssprautað hakkið. Það þarf ekki að vera svona. Við kaupum helst aldrei okkar eigin brauð, það er ekki bara betra heldur líka ódýrara fyrir ungt par í leiguíbúð. Þessi hamborgara brauð eru svo sannarlega betri enn nokkuð sem þið getið keypt útí búð og nýtast við fjölmörg önnur tækifæri, tildæmis sem mjúkar bollur í kaffinu.


Hráefni

  • Hveiti 250g

  • Egg 2 stk

  • Mjólk 80g

  • Spriklandi súr 100g

  • Salt 10g

  • Smjör við stofuhita 90g

Aðferð

  1. Mælið saman Hveiti, egg og mjólk og hnoðið lauslega saman, látið síðan standa í 40-80 mínútur

  2. Bætið síðan súrnum og saltinu saman við og látið standa í aðrar 10 mínútur

  3. Hnoðið deigið síðan á miðlungs stillingu í 5 mínútur

  4. Lækkið niður á lægstu stillingu og bætið við smjörinu í litlum bitum þar til það hefur allt blandast saman við

  5. Setjið inní ísskáp að lágmarki yfir nótt

  6. Takið deigið úr ísskáp og skiptið í 4 jafn stóra hluta ( megið skipta í fleiri hluta ef þið viljið minni brauð) mótið brauðin og lokið síðan botninum með að setja hann á borðið og nudda brauðinu varlega í hringi

  7. Látið hefast á bökunarplötu í 2 klst

  8. Penslið með mjólk (setjið sesamfræ ef þið viljið) og setjið inní ofn við 180°C í 20-25 mínútur



bottom of page