top of page
  • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Lambaprime í Asískri marineringu

Updated: Apr 30, 2020

Þergar ég var yngri voru mamma og pabbi stundum með sparilambakjöt í matinn bara fyrir sig, á meðan ég og systir mín fengum bara venjulegar grillsneiðar (vil samt taka fram að þau eru frábærir foreldrar). Þegar ég varð eldri og bragðlaukar mínir þóttu nógu þroskaðir fékk ég loks að smakka þetta fína sparilambakjöt. Það er oft þannig að þegar manni er lengi búið að langa í eitthvað veldur það vonbrigðum þegar maður loksins fær það, en þetta lamb gerði það alls ekki! Ég gerði það í fyrsta skipti sjálfur núna í vikunni fyrir mig og Elísabetu og það var næstum því jafn gott og hjá mömmu. Við bárum þetta fram með tveim öðrum uppskriftum frá okkur sem ég mæli með hér að neðan.


Hráefni


Fyrir 2


  • Lambaprime 400-450g

  • Hoisin sósa 100ml

  • Sojasósa 4 msk

  • Engifer ca 3cm bútur

  • Hvítlaukur 2 geirar

  • Chili eftir smekk


Meðlæti


Aðferð


  1. Skerið hvítlauk og chili smátt og raspið engiferið. Blandið öllu saman í skál og látið lambakjötið standa í marineringunni í 2-4 klst.

  2. Grillið lambið á funheitu grilli í 10 mínútur á hvorri hlið eða þar til medium rare.


bottom of page