top of page
 • Writer's pictureBaldur Sverrisson

Súrdeigs Babka með eplafyllingu

Þetta er ein af þessum uppskriftum sem ég hef oft horft á þegar ég er að vafra á netinu en aldrei alveg þorað að gera. Það var nú alger vitleysa því þetta er sáraeinfalt, það eina sem er erfitt er að hafa þolinmæðina í allri biðinni. Það er hægt að leika sér endalaust með fyllingar og síðan er brauðið sjálft mjög gott. Ég gerði líka gerdeigsútgáfu af þessari uppskrift með súkkulaðifyllingu.


Hráefni


 • Blátt Kornax hveiti 250g

 • Súr 85g

 • Egg 1stk

 • Salt 5g

 • Púðursykur 25g

 • Mjólk 100g

 • Smjör við stofuhita 70g

Fylling

 • Smjör 30g

 • Púðursykur 20g

 • Sykur 20g

 • Börkur af einu Lime

 • Safi úr hálfu lime

 • Kanill 1 tsk

 • Saltklípa


Aðferð


 1. Blandið saman öllum hráfefnunum nema smjöri og hnoðið í hrærivél í ca 4 mínútur eða þar til deigið er farið að losna frá botninum, látið deigið síðan standa í 15 mínútur.

 2. Setjið hrærivélina á miðlungslága stillingu og bætið smjörinu smám saman við þar til allt er komið saman og hnoðið svo áfram í 5 mínútur.

 3. Smyrjið skál með olíu og setjið deigið þar ofaní og látið hefast í 2 klst, berjið loftið úr deiginu og geymið það inní ísskáp yfir nótt

 4. Gerið fyllinguna - aðferð fyrir neðan.

 5. Takið úr ísskáp og fletjið út líkt og þið væruð að gera kanil- eða pizzasnúða. Passið að fletja deigið ekki of þunnt því þá verður erfitt að flétta það

 6. Dreifið fyllingunni yfir og rúllið upp líkt og með fyrrnefnda snúða.

 7. Skerið síðan rúlluna langsum og fléttið saman.

 8. Setjið í jólakökuform og penslið með eggja-mjólkurblöndu og látið hefast í 2 klst.

 9. Setjið inní ofn við 180°C í 40-50 mínútur eða þar til pinni sem stungið er inní kemur hreinn út.

Fylling

 1. Bræðið saman smjör, sykur og púðursykur á meðalhita þar til sykurinn leysist upp.

 2. Flysjið eplin og skerið smátt og bætið útí smjörblönduna ásamt hinum hráefnunum og sjóðið saman í ca 10 mínútur
Comentarios


bottom of page